Hvernig byrjar maður svona skrif eiginlega. Áskorunin var að skrifa vikulega um liðna viku og segja frá tilveru minni.
Mér verður hugsað til gömlu bókanna um Bert, sem byrjaði dagbóka skrif sín yirleitt á “hæhæ og hóhó kæra dagbók…” og svo eitthvað raus um hvernig það var að vera unglingur og skotinn í hinum og þessum verum af hinu kyninu.
Hæ kæra vikulega blogg og þið sem þetta lesið. Ef ykkur fýsir að vita meira um mig er skrifar þá kemur að því eða þið getið leitað að mér á netinu undir “ Brandur Karlsson”.
Ég ætla fyrst og fremst að nálgast þetta sem leið fyrir mig til að varðveita og vinna úr hugsunum mínum en er forvitinn að sjá hvað gerist ef ég opna minn hugarheim fyrir umheiminum.
Í þessari viku gerðist ýmislegt markvert fyrir mér. Ég fundaði með Rene og portúgalskri leikkonu sem kemur til með að vinna með okkur í ferð okkar til heimalands hennar í mars. Markmiðið með ferðinni er að hitta og gjörningast með portúgölsku listafólki og upplifa menninguna þar.
Anita kom líka frá Póllandi til að æfa með mér á morgnana. Við höfum áður æft saman með góðum árangri. Rahul er í Frakklandi þar sem hann er með nokkur námskeið, gengur mjög vel þar. Fékk að upplifa magnaða dáleiðslu frá Stellu, en hún er búin að hjálpa mér á marga vegu að koma huganum í réttan farveg.
Er búinn að vera að vinna í “Oldest” skáldsögunni sem ég er að skrifa, reikna með að hún komi út 2026. Það tekur tíma og einbeitingu að nota augun að skrifa.
Svo er brassi.art í vinnslu. Markmiðið þar verður að segja frá ævintýrum og ferðalögum Brassa og félaga. Þar verður hægt að kaupa hluti og list sem viðkoma þessar sögur og styðja við framtíðarverkefni.
Svo er myndin um Nepal ævintýrið komin á streymið https://www.amazon.co.uk/Atomy-Brandur-Karlsson/dp/B0CMSD5G22
Ég er oft spurður hvort það komi framhald af henni. En það var Logi Hilmarsson sem vann þetta þrekvirki að gera þessa mynd sem vann besta myndin í Belgrad. Það var rosa gaman að vera viðstaddur þar.
Hef þetta ekki lengra í bili. Sjáumst í næstu viku.
Kærleiks kveðjur